Alexander Heiðarsson með brons á Matsumae Cup

Alexander Heiðarsson á verðlaunapalli. Ljósmyndina tók Heiðar Jónsson

Draupnir átti tvo keppendur á sterku Matsumae Cup sem haldið var í Danmörku. Mótið telst mjög sterkt en alls kepptu 311 keppendur frá 45 júdóklúbbum víðsvegar að úr heiminum.

Alexander Heiðarsson keppti í U18 og U21 árs í -55 kg flokki. Í U18 voru átta keppendur í tveimur riðlum. Alexander vann eina viðureign en tapaði tveimur svo hann komst ekki upp úr riðlinum.
Í U21 árs aldursflokki var keppt í tveimur þriggja manna riðlum. Alexander tapaði fyrri glímunni í riðlinum en vann þá seinni mjög örugglega á ippon. Hann var því efstur í riðlinum og komst upp úr honum. Þar með var hann búinn að tryggja sér bronsverðlaunin og gat komist í úrslitin. Því miður tapaði hann í undanúrslitunum en bronsið var hans. Frábær árangur Alexander!

 

Breki Bernharðsson keppti í -81 kg. þyngdarflokki. Breki sigraði fyrstu viðureign sína en tapaði þeirri næstu á móti öflugum Japana og tognaði á nára í lok glímunnar. Breki fékk uppreisnarglímu um brons en gat ekki keppt sökum meisla og hætti keppni. Þrátt fyrir það verður árangur Breka að teljast mjög góður í firnasterkum þyngdaflokki.