Alexander í 6. sæti í vali á Íþróttamanni Akureyrar

Í kvöld var í Hofi valinn íþróttamaður ársins á Akureyri 2016. Okkar maður hann Alexander Heiðarsson var í 6.sæti í valinu.

Alexander, sem er aðeins 16 ára gamall hefur verið í fremstu röð í sínum aldursflokki síðastliðin ár. Hann varð íslandsmeistari í U18 ára í mínus 55 kg. flokki.
Alexander gerði það gott á erlendum vettvangi í ár en hann lenti í 3. sæti á firnasterku Budo Nord móti í Svíþjóð auk þess sem hann var valinn í unglingalandslið JSÍ og keppti á Norðurlandamóti í Noregi þar sem hann náði 2. sæti. Þessi frábæri árangur Alexanders sýnir að hann er einn af bestu júdómönnum á Norðurlöndum í sínum aldurs- og þyngdarflokki.

Innilega til hamingju Alexander með þennan frábæra árangur.