Foreldrafundi frestað – Minnum á aðalfundin nk. þriðjudag

Vegna forfalla verðum við að fresta foreldrafundinum sem átti að vera í kvöld. Við munum taka umræður um keppnisferðir á Íslandsmót krakka og unglinga og Budo Nord að loknum aðalfundi nk. þriðjudag.

Aðalfundur Íþróttafélagins Draupnis verður haldinn þriðjudaginn 28. febrúar kl. 20. Fundurinn verður haldinn í Laugargötu, 2 hæð. Fundarefni: Kosning fundarstjóra og fundarritara. Skýrsla stjórnar. Afgreiðsla reikninga og fjárhagsáætlun. Lagabreytingar. Kosning stjórnar. Önnur mál.
Stjórn og þjálfarar Draupnis