Foreldrafundur á miðvikudag vegna keppnisferða

Miðvikudaginn 22. febrúar kl. 19:30 verður foreldrafundur hjá Draupni í Laugargötu.  Á fundinum ætlum við að ræða skipulag Reykjavíkurferðar á Íslandsmót yngriflokka sem verður 1. apríl. Mótið er fyrir krakka á aldrinum 11-20 ára.
Einnig verður kynnt og rædd ferð á Budo Nord mótið sem haldið er í Svíþjóð 25. maí nk. (sjá nánar á https://www.lugijudo.org/ ).
Við hvetjum alla foreldra til að koma og skipuleggja þessar ferðir með okkur
Kveðja
Stjórn og þjálfarar Draupnis