Gull á smáþjóðaleikunum og brons á Budo-Nord.

Smáþjóðaleikarnir eru haldnir þessa dagana í San Marínó. Draupnir á einn keppanda á mótinu Önnu Soffíu Víkingsdóttur sem keppir í -78 kg flokki. Anna keppti í fjögurra manna riðli og vann allar sínar glímur á ipponi og gullið var því hennar. Síðastliðna helgi keppti Alexander Heiðarsson í móti í Lundi í Svíþjóð. Alexander keppti í -55kg flokki U18 í 17 manna útslætti. Hann glímdi vel og komst í undanúrslit þar sem hann tapaði naumlega. Bronsglímuna vann hann auðveldlega.

Draupnir óskar þeim til hamingju.