JÚDÓ AFTUR Í KA Á 40 ÁRA AFMÆLI DEILDARINNAR

Stjórn júdódeildar Draupnis og aðalstjórn KA hafa sameiginlega ákveðið að hefja aftur æfingar í júdó undir merkjum KA. Í sumar voru liðin 40 ár frá því að júdódeild KA var stofnuð og eru það mikilar gleðifréttir að júdó verið aftur starfrækt undir merkjum KA. Margir framúrskarandi og frábærir íþróttamenn hafa í gegnum tíðina keppt í júdó undir merkjum KA, bæði hér innanlands, sem og á stórmótum erlendis.

Iðkendur Draupnis munu ganga í júdódeild KA og hefjast æfingar í Laugargötu á næstu dögum. Stefnt er að því að mót deildarinnar verði haldin í KA-heimilinu.

Aukaaðalfundur júdódeildar KA verður haldinn mánudaginn 28. ágúst kl 20.00 í fundarsal í KA-heimilinu og vonumst við til þess að sjá sem flesta þar.