1. Nafn heimili og tilgangur

1.1. Félagið heitir Íþróttafélagið Draupnir.

1.2. Heimili og varnarþing félagsins er á Akureyri.

1.3. Félagið er aðili að Íþróttabandalagi Akureyrar.

1.4. Félagar geta allir orðið sem óska aðildar með skriflegri umsókn, þá með pósti eða tölvupósti.

1.5. Tilgangur félagsins er að leggja stund á íþróttir sem samþykktar eru af ÍSÍ og um leið stuðla að hreyfingu og heilbrigðum lífstíl.

1.6. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að stunda reglulegar æfingar á vegum þess.

2. Stjórn

2.1. Málefnum félags stjórna:

2.1.1. Aðalfundur

2.1.2. Stjórn

2.2. Framboð til setu í stjórn félagsins skulu berast til stjórnar í síðasta lagi einum sólarhring fyrir aðalfund.

2.3. Stjórn félagsins skipa sjö menn: Formaður, varaformaður, ritari og gjaldkeri ásamt þremur meðstjórnendum. Varastjórn skal skipuð tveimur félagsmönnum.

2.4. Þeir sjö sem eru efstir í kosningu á aðalfundi skipa stjórnina. Þeir ákveða með sér hver tekur að sér hvaða hlutverk. Þá eru tveir varastjórnarmenn kosnir í sérstakri kosningu sem fer fram með sama hætti og kosning í aðalstjórn.

2.5. Stjórnarmenn skulu kosnir til eins árs í senn á aðalfundi.

2.6. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir.

 

3. Félagsgjöld

3.1. Félagsgjöld félagsins fyrir hvert ár skulu ákveðin á aðalfundi þess sem haldinn er árinu áður. Stjórn félagsins skal koma með tillögu að upphæð félagsgjalda. Sé tillagan felld munu félagsgjöld haldast óbreytt frá árinu áður.

3.2. Tölvupóstur verður sendur með upplýsingum um hvernig greiða skal gjöldin. Ætlast er til þess að félagsmenn borgi félagsgjöldin innan mánaðar frá tilkynningu. Hægt er að fá sendan gíróseðil sé þess óskað.

 

4. Aðalfundur

4.1. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins.

4.2. Aðalfund sitja gjaldgengir meðlimir á þeim tíma sem fundurinn fer fram og hafa þar málfrelsi og tillögurétt í þeim málum sem tekin eru fyrir. Gjaldgengir meðlimir eru allir þeir félagsmenn sem náð hafa 18 ára aldri og greitt hafa félagsgjöld fyrir síðastliðið ár. Greidd æfingagjöld gildandi tímabils teljast sem fullgild félagsgjöld Foreldrar iðkenda yngri en 18 ára eru fullgildir félagsmenn.

4.3. Aðalfund skal halda á fyrsta ársþriðjungi hvers árs. Boða skal til fundarins með minnst sjö daga fyrirvara. Boðunin er í höndum stjórnar og skal hún birtast á opinberum vettvangi.

4.4. Félagsmönnum er frjálst að bera upp tillögur að lagabreytingum og önnur málefni á aðalfundi.

4.5. Fundurinn telst lögmætur ef löglega hefur verið til hans boðað.

4.6. Hver félagi hefur aðeins eitt atkvæði.

 

 

5. Aukaaðalfundur

5.1. Aukaaðalfund má halda ef nauðsyn krefur, samkvæmt ákvörðun stjórnar eða ef meira en 50% félagsmanna óska þess.

5.2. Alla boðunar- og tilkynningarfresti má hafa helmingi styttri en til reglulegs fundar.

5.3. Um rétt til setu á aukaaðalfundi gilda sömu reglur og gilda um setu á aðalfundi.

5.4. Á aukaaðalfundi má ekki gera lagabreytingar og aðeins má kjósa bráðabirgðastjórn, sem situr fram að næsta aðalfundi.

5.5. Að öðru leyti gilda sömu reglur og um aðalfund.

 

 

6. Aðalfundur – helstu störf/dagskrá

6.1 Setning.

6.2. Kosnir fastir starfsmenn fundarins.

6.3. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu.

6.4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar og þeir bornir upp til samþykktar.

6.5. Afgreiðsla reikninga og skýrslu stjórnar.

6.6. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

6.7. Fjárhagsáætlun næsta árs borin upp til samþykktar.

6.8. Lagabreytingar.

6.9. Aðrar tillögur sem eru til afgreiðslu á fundinum.

6.10. Önnur mál.

6.11. Kosning nýrrar stjórnar

6.12. Fundargerð lesin yfir og samþykkt.

6.13. Fundarslit.

 

 

7. Önnur ákvæði um aðalfund.

7.1. Atkvæðagreiðsla um sæti í stjórn skal vera leynileg sé þess óskað. Atkvæðagreiðsla um einstök málefni þarf ekki að vera leynileg.

7.2. Ef ekki tekst að skipa í öll embætti stjórnar á aðalfundi fær nýkjörin stjórn umboð til þess að leita að og skipa í eftirstandandi embætti.

7.3. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum nema um lagabreytingu sé að ræða, en þá þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða.

 

 

8. Starfssvið stjórnar félagsins

8.1. Stjórnin hefur yfirumsjón með málefnum sem tengjast félaginu á einn eða annan hátt. Hún sér til þess að ályktanir funda séu framkvæmdar og vinnur að því að styrkja stöðu og ímynd félagsins.

8.2. Formaður félagsins boðar fundi og stjórnar.

8.3. Aukaaðalfundi skal kalla saman ef meira en helmingur félagsmanna óskar eða samkvæmt ákvörðun stjórnar ef nauðsyn krefur.

8.4. Aðalstjórn ber ábyrgð á fjármálum félagsins.

8.5. Daglega umsjón félagsins annast stjórn félagsins.

8.6. Firmaritun félagsins er í höndum gjaldkera og fer hann með fjársýslu þess.

8.7. Rekstrarafgangi af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang félagsins.

 

9. Leggja félag niður

9.1. Tillögur um að leggja félagið niður má aðeins taka fyrir á aðalfundi.

9.2. Til samþykktar þarf minnst 4/5 atkvæða.

9.3. Verði félagið lagt niður skulu eignir þess ganga til Íþróttabandalags Akureyrar.

9.4. Tillaga um að leggja félagið niður skal koma fram í fundarboði.

9.5. Sé samþykkt að leggja félagið niður skal boða til aukaaðalfundar til að staðfesta niðurstöðuna með einföldum meirihluta atkvæða.

 

 

10. Önnur ákvæði

10.1. Um þau atriði sem ekki eru tekin fram í lögum þessum gilda ákvæði í lögum ÍSÍ, eins og við á.

10.2. Lög þessi öðlast þegar gildi.