Vetrarfrí frá miðvikudegi til föstudags

Frá næstkomandi miðvikudegi til og með föstudegi (1. til 3. mars) er vetrarfrí í grunnskólum Akureyrar. Við hjá Draupni höfum ákveðið að hafa vetrarfrí hjá hjá yngriflokum á sama tíma. Að gefinni reynslu mæta mjög fáir iðkendur okkar þessa daga og því erfitt að halda úti æfingum.

Æfingar verða hinsvegar óbreyttar hjá 4-5 ára á sunnudag og ekkert frí verður hjá meistaraflokki þessa daga.