Vormót JSÍ eldri á Akureyri, næstkomandi laugardag

Laugardaginn 4. mars verður haldið vormót JSÍ eldri á Akureyri í íþróttahúsi Naustaskóla. Búist er við góðum hópi keppenda á mótinu og ætti því enginn áhugamaður um júdó að láta mótið fram hjá sér fara. Keppni hefst kl. 11:30 og er áætlað að henni ljúki um kl. 15:00. Skipting hópa verður með eftirfarandi hætti:

  • 11:30-13:30 Konur í -63 og -70, karlar í -60, -66 og -73 kg.
  • 13:30-15:00 Karlar í -81, -90 og -100 kg.

Aðgangur er ókeypis og við hvetjum alla áhugasama á að koma og fylgjast með mótinu.